Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Fjórði sigurinn í röð hjá Mjäll­by – Andri Rúnar lagði upp í tapi

Íslendingaliðið Mjäll­by vann í kvöld fjórða leik sinn í röð í sænsku B-deildinni.

Mynd/Mjallby

Gísli Eyjólfsson og Óttar Magnús Karlsson léku báðir fyrir Mjäll­by sem vann góðan 2-1 sigur á Trelleborgs í sænsku B-deildinni í kvöld. Gísli lék fyrstu 90. mínúturnar og Óttar Magnús kom inn á sem varamaður þegar um tuttugu mínútu lifðu leiks.

Trelleborgs komst yfir í leiknum með marki á 4. mínútu og hélt þeirri forystu út fyrri hálfleikinn.

Jacob Bergström jafnaði leikinn í 1-1 á 54. mínútu en hann hefur verið funheitur fyrir Mjäll­by í síðustu leikjum og var í kvöld að skora í fimmta leiknum í röð. Þegar tuttugu mínútur voru eftir leiknum fékk Mjäll­by vítaspyrnu. David Löfquist fór punktinn og skoraði úr spyrnunni.

Með sigrnum lyfti Mjäll­by sér upp fyrir Degerfoss í 2. sæti sænsku B-deildarinnar en Mjäll­by er sjö stigum frá toppliði Varbergs BoIS FC.

Andri Rúnar með stoðsendingu í tapi Helsingborg

Andri Rúnar Bjarnason lagði upp eina mark Helsingborg í 1-3 tapi á móti AIK í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Kolbeinn Sigþórsson var ekki í leikmannahópi AIK vegna meiðsla.

Andri Rúnar var í kvöld að leika sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Helsingborg í rúman einn mánuð. Hann missti af fjórum leikjum í síðasta mánuði vegna meiðsla og hafði verið á varamannabekknum í síðustu tveimur leikjum liðsins.

Helsingborg hefur ekki byrjað leiktíðina nógu vel í sænsku úrvalsdeildinni og er komið niður í umspilsfallsæti eftir úrslit kvöldsins. Liðið er með 8 stig eftir fyrstu níu leikina.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun