Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Fjórði leikur Böðvars í röð

Böðvar spilaði í dag sinn fjórða leik í röð með Jagiellonia Bialystok.

Böðvar Böðvarsson var í byrjunarliði Jagiellonia Bialystok og spilaði allan tímann þegar liðið tapaði fyrir Korona Kielce, 1-3, í pólsku úrvalsdeildinni í dag.

Þetta var fjórði leikur Böðvars í röð með félaginu. Hann kom við sögu í bikarleik í vikunni þegar lið hans lagði Odra Opole að velli í pólsku bikarkeppninni.

Þar áður hafði Böðvar verið tvisvar sinnum í röð í byrjunarliðinu.

Böðvar, sem er 23 ára, á fimm aðallandleiki að baki fyrir Ísland.

Jagiellonia situr í fimmta sæti deildarinnar með 40 stig og ef fram heldur sem horfir þá mun liðið tryggja sér sæti í umspilskeppni um pólska meistaratitilinn.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun