Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Fínn leik­ur Gylfa dugði ekki

Gylfi Þór átti fín­an leik fyr­ir Everton er liðið þurfti að sætta sig við naumt tap gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.

ÍV/Getty

Arsenal lagði Everton að velli, 3-2, á heimavelli sínum í síðdeg­is­leik dags­ins í ensku úr­vals­deild­inni. Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton og lék allan leikinn fyrir aftan fremsta mann.

Það var ekki liðin ein mínúta, þegar fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós en það var afar laglegt. Gylfi Þór átti fyrirgjöf inn á teig Arsenal og boltinn fór þaðan á varnarmann og í kjölfarið til Dom­inic Cal­vert-Lew­in sem skoraði með stór­glæsi­legri hjól­hesta­spyrnu.

Arsenal jafnaði met­in á 27. mín­útu með marki frá Eddie Nketiah og sex mínútum síðar skoraði Pier­re-Emerick Auba­meyang annað mark Arsenal. Everton tókst að jafna metin rétt fyrir leikhlé og þar var að verki Richarlison en Gylfi Þór átti þátt í markinu. Staðan í hálfleik var 2-2.

Síðari hálfleik­ur­inn byrjaði svipað og sá fyrri og eftir aðeins tuttugu sekúndur skoraði Auba­meyang sitt annað mark og þriðja mark Arsenal í leiknum. Lokatölur urðu 3-2, Arsenal í vil.

Everton er í 11. sæti deildarinnar eftir 27 umferðir og er með 36 stig, aðeins fjórum stigum á eftir sæti sem gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun