Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Fimmta mark Berglindar með AC Milan – Myndband

Berglind Björg skoraði í dag sitt fimmta mark fyrir AC Milan.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir held­ur upp­tekn­um hætti í fram­línu ítalska A-deildarliðsins en hún skoraði í dag eitt mark og lagði upp annað í 4-0 stórsigri liðsins á Tavagnacco.

AC Milan er í öðru sæti deild­ar­inn­ar og hefur 35 stig, þremur stigum á eftir toppliði Juventus. AC Milan hefur unnið alla fimm leiki sína síðan Berg­lind kom til liðsins.

Berglind Björg er nú komin með fimm mörk í jafnmörgum leikjum með AC Milan. Hún skoraði þriðja mark liðsins í dag og lagði upp það fjórða, sem má sjá hér að neðan.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið