Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Fimmta jafn­tefli Darmstadt í röð – Guðlaugur Victor lagði upp

Guðlaugur Victor lagði upp mark fyrir Darmstadt í jafnteflisleik.

ÍV/Getty

Guðlaugur Victor Pálsson lagði upp fyrra mark Darmstadt í dag þegar lið hans gerði jafntefli við Osnabrück, 2-2, í þýsku B-deildinni. Það var fyrsta mark leiksins sem tyrkneski framherjinn Serdar Dursun skoraði á 15. mínútu.

Boltinn datt þá fyrir Guðlaug Victor fyrir utan teig eftir misheppnaða skallahreinsun og hann náði að pota honum til Dursun sem skoraði með viðstöðulausu skoti.

 

Osnabrück náði að jafna metin undir lok fyrri hálfleiks og var staðan í hálfleik 1-1.

Osnabrück komst í forystu á 78. mínútu en sú forysta varði ekki lengi, því fimm mínútum síðar skoraði Felix Platte jöfnunarmark fyrir Darmstadt og jafntefli varð niðurstaðan.

Darmstadt er sigurlaust í síðustu sex deildarleikjum sínum og hefur liðið gert hvorki meira né minna fimm jafntefli í röð, en liðið er í 11. sæti deildarinnar með 23 stig eftir 20 leiki.

Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi Sandhausen þegar liðið tapaði fyrir Nürnberg, 2-0, Sandhausen er í 10. sæti.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið