Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Fimm leik­ir án sig­urs hjá Gunnhildi

Gunnhildur Yrsa og stöllur hennar í Utah Royals hafa ekki unnið í síðustu fimm leikjum sínum.

Mynd/Real Salt Lake

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og stöllur hennar í bandaríska liðinu Utah Royals töpuðu 2-1 fyrir North Carolina Courage á heimavelli í banda­rísku at­vinnu­manna­deild­inni í nótt.

Utah Royals hefur ekki unnið í síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. Síðasti sigurleikur liðsins kom gegn Sky Blue þann 16. júní síðastliðinn en þá sigraði liðið 1-0.

Það hefur gengið lítið hjá liðinu að finna stig í síðustu leikjum en þær Kristen Hamilt­on og Jessica McDon­ald sáu til þess að North Carolina Courage myndi ná í öll stigin í nótt.

Gunnhildur Yrsa lék á hægri kantinum þar til henni var skipt af velli á 72. mínútu leiksins. Þetta var 13 deildarleikur hennar á tímabilinu og hefur hún ekki misst úr einn einasta leik.

Utah Royals situr í 6. sæti deildarinnar með 18 stig eftir 13 leiki.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun