Fylgstu með okkur:

Fréttir

Fer í lækn­is­skoðun hjá Brescia í fyrra­málið

Birkir mun gang­ast und­ir lækn­is­skoðun hjá Brescia í fyrramálið, að sögn ítalskra fjölmiðla.

ÍV/Getty

Birkir Bjarnason er við það að ganga í raðir ítalska liðsins Brescia og verður þar með liðsfélagi Mario Balotelli, eins og greint var frá fyrr í kvöld.

Birkir mun gangast und­ir lækn­is­skoðun hjá ítalska liðinu í fyrramálið, að því er heimildir staðarmiðilsins Giornale di Brescia herma, og verður líklega kynnt­ur sem leikmaður liðsins á morgun ef allt geng­ur að ósk­um.

Búist er við því að Birkir skrifi undir hálfs árs samning við Brescia með mögu­leika á eins árs fram­leng­ingu.

Brescia er í 19. sæti ítölsku A-deildarinnar af 20 liðum með 14 stig eftir 19 umferðir. Birkir þekkir vel til á Ítalíu en hann hefur bæði leikið með liðunum Pescara og Sampdoria þar í landi.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir