Fylgstu með okkur:

Fréttir

Fer Árni aftur til Úkraínu?

Árni Vilhjálmsson gæti verið á leið aft­ur í úkraínsku úrvalsdeildina.

Framherjinn Árni Vilhjálmsson, leikmaður pólska 1. deildarliðsins Termalica Nieciecza, gæti verið á leið aftur til Úkraínu.

UA-Football, sem er stór fótboltavefsíða í Úkraínu, greinir frá því í dag að Árni gæti yfirgefið Termalica Nieciecza og gengið til liðs við úkraínska liðið Karpaty Lviv sem leikur í efstu deild.

Árni var í láni hjá úkraínska liðinu Chornomorets Odessa á síðari hluta síðasta tímabils og þar átti hann einstaklega góðu gengi að fagna. Árni spilaði 14 leiki fyrir Chornomorets og skoraði í þeim 7 mörk.

Chornomor­ets endaði með því að falla niður í næstefstu deild eftir að hafa tapað tveimur leikjum í fallumspili en Árni átti stóran þátt í því að liðið tryggði sér þá leiki.

Árni hefur aðeins spilað 8 mínútur með Termalica Nieciecza það sem af er nýrri leiktíð í pólsku 1. deildinni en liðið er í 13. sæti deildarinnar með 9 stig eftir sex umferðir. Árni er þá ekki í leikmannahópi liðsins sem spilar í kvöld heimaleik við Podbeskidzie Bielsko-Biala.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir