Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Fengu erfiða ís­lensku­kennslu hjá Adam Inga – Myndband

Adam Ingi lét liðsfélaga sína spreyta sig á íslenskum orðum og valdi ekki auðveldustu orðin.

Mynd/[email protected] Göteborg

Adam Ingi Benediktsson, markmaður sænska liðsins IFK Gautaborgar, er um þessar mundir í æfingaferð með aðalliðinu í Portúgal.

IFK Gautaborg fer ár hvert í æfingaferð til Portúgals til að undirbúa sig fyrir komandi átök í sænsku úrvalsdeildinni. Adam Ingi, sem er 18 ára, gekk í raðir Gautaborgar frá HK á síðasta ári og hefur æft og spilað með U19 ára liði félagsins.

Adam Ingi lét liðsfélaga sína spreyta sig á íslenskum orðum, eins og Eyjafjallajökull, fjárfestingarfyrirtæki og síðast en ekki síst Vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúraútidyralyklakippuhringur. Þetta má sjá í skemmtilegu myndskeiði hér að neðan.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið