Fylgstu með okkur:

Fréttir

Fenerbahce var með augastað á Birki í janúar

Birkir hafnaði þeim möguleika að fara í annað lið í byrjun árs. Nokkur félög voru áhugasöm.

ÍV/Getty

Birki Bjarnasyni stóð til boða að yfirgefa félag sitt, Aston Villa, í síðastliðnum janúarmánuði. Nokkur félög voru áhugasöm um þjónustu hans, en staðarmiðilinn Birmingham Live greinir frá þessu í dag.

Birkir hafnaði þeim möguleika að fara í annað lið í byrjun árs, því hann vildi einungis einbeita sér á að vinna sér inn byrjunarliðssæti hjá Aston Villa.

Sagt er að tyrkneska félagið Fenerbahce hafi verið meðal liða sem var áhugasamt um þjónusu Birkis. Eitt félag, sem er ekki vitað hvað er, spurðist þá um möguleikann á að fá hann á lánssamningi út leiktíðina.

Samkvæmt heimildum Birmingham Live reyndi Aston Villa að losa sig við Birki þegar félagsskiptaglugginn var opinn í janúar. Ástæðan var vegna hættu félagsins á að gerast brotlegt er varðar fjárhagsreglur (e. Financial Fair Play). Félög geta komist undan því að brjóta þær reglur með því að selja leikmenn til annarra liða.

Birkir hefur ekki verið í aðalhlutverki hjá Aston Villa en hann hefur aðeins leikið 16 leiki það sem af er núverandi leiktíð. Í síðustu tíu leikjum félagsins hefur Birkir einungis leikið í 6. mínútur. Í þeim leikjum sat hann fimm sinnum allan tímann á varamannabekknum og fjórum sinnum var hann ekki í leikmannahópi félagsins.

Aston Villa situr í umspilssæti ensku B-deildarinnar, í 6. sæti, með 57 stig, þegar átta umferðir eru eftir af hefðbundnu leiktímabili. Fyrstu tvö sætin gefa sæti í ensku úrvalsdeildinni á meðan 3.-6. sæti fara í umspil.

Birkir gekk í raðir Aston Villa í janúar 2017 og gerði þriggja og hálfs árs samning við félagið. Samningur hans við félagið rennur því út eftir næstu leiktíð.

Fram kemur í frétt Birmingham Live að Birkir sé með 30. þúsund pund í vikulaun og þær greiðslur geti hækkað á næstu leiktíð vegna bónusgreiðslna.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir