Fylgstu með okkur:

Fréttir

Félög í Bandaríkjunum hafa áhuga á Viðari Erni

Sparkspekingurinn Hjörvar Hafliðason segir að tvö félög í MLS-deildinni hafi mikinn áhuga á Viðari Erni.

Viðar í leik með Maccabi Tel Aviv í fyrra. ÍV/Getty

Sparkspekingurinn Hjörvar Hafliðason sló því upp í hlaðvarpsþættinum sínum Dr. Football í dag að tvö félög í bandarísku MLS-deildinni hefðu mikinn áhuga á Viðari Erni Kjartanssyni, sem leikur fyrir Rostov í Rússlandi.

Hjörvar segist hafa þetta eftir aðila sem þekkir vel til í MLS-deildinni, en honum var tjáð að New York City FC og mögulega eitt annað lið í deildinni hafi mikinn á áhuga á Viðari. Hjörvar grunar að síðara félagið sé hitt liðið í borginni, New York Red Bulls.

Viðar hefur farið víða á atvinnumanaferli sínum síðustu ár en það er ekki langt síðan að hann gekk til liðs við Rostov í Rússlandi. Viðar var keyptur til félagsins í fyrra haust, eða þann 31. águst, og gerði þar af leiðandi fjögurra ára samning við félagið.

Viðar, sem verður 29 ára í næstu viku, hefur leikið ellefu leiki fyrir nýja félagið sitt Rostov og skorað í þeim leikjum tvö mörk.

Umræðan um Viðar hefst á miðri þriðju mínútu þáttarins.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir