Fylgstu með okkur:

Fréttir

Félög fylgj­ast með Ögmundi

Nokkur félög eru að bera víurnar í Ögmund Kristinsson.

Mynd/arenalarissa

Ögmundur Kristinsson, markvörður gríska liðsins AE Larissa, hefur vakið verðskuldaða athygli á undanförnum mánuðum fyrir góða frammistöðu í markinu með liði sínu.

Ögmundur gekk til liðs við AE Larissa á frjálsri sölu í fyrra og gerði tveggja ára samning við félagið. Nú­gild­andi samn­ing­ur hans við fé­lagið renn­ur því út í vor og mörg félög hafa áhuga á að fá hann í sínar raðir.

Samkvæmt frétt Sportime í Grikklandi munu nokkur lið utan Grikklands fylgjast með leik Ögmundar þegar lið hans fær AEK Aþenu í heimsókn á morgun í 6. umferð grísku úrvalsdeildarinnar.

Tyrkneska úrvalsdeildarfélagið Kayserispor og skoska úrvalsdeildarfélagið Rangers hafa áður verið nefnd til sög­unn­ar í grískum fjölmiðlum sem næsti áfangastaður Ögmundar og þá kom hann til greina hjá gríska stórliðinu Olympiakos þegar liðið var í leit að markmanni á þessu ári.

Ögmundur sýndi mestan stöðuleika í liði AE Larissa á síðustu leiktíð og hélt markinu tólf sinnum hreinu. Liðið endaði tímabilið í 10. sæti grísku úrvalsdeildarinnar og eftir tímabilið var Ögmundur út­nefnd­ur leikmaður árs­ins hjá fé­lag­inu.

Ögmundur hefur leikið alla fimm leiki AE Larissa á þessari leiktíð, haldið markinu einu sinni hreinu, varið eitt víti og verið valinn tvisvar sinnum í lið umferðarinnar.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir