Fylgstu með okkur:

Fréttir

Félag Frederik Schram verður ekki gjaldþrota

Rosk­ilde FC, félag Frederik Schram, hefur verið bjargað frá gjaldþroti.

Carsten Salomonsson, nýr eigandi Roskilde FC. Mynd: [email protected]

Fyrr í vikunni var greint frá því að danska knatt­spyrnu­fé­lagið Rosk­ilde FC væri í fjár­hagserfiðleik­um og gæti verið lýst gjaldþrota. Frederik Schram, sem var í 23 manna leikmannahópi Íslands á HM í fyrra, er markvörður félagsins.

Félagið hefur aftur á móti sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að danski kaupsýslumaðurinn Carsten Salomonsson sé búinn að bjarga félaginu frá gjaldþroti. Carsten er því nýr eigandi félagsins.

Vísir skrifaði í dag um það leikmenn félagsins hefðu ekki fengið greitt í dag, á útborgunardegi.

Það voru nokkrir fjárfestar á Hróarskeldu-svæðinu sem tóku þátt í því að hjálpa Carsten að bjarga félaginu frá endanlegu gjaldþroti.

Talið er að Carsten og þeir sem hjálpuðu honum hafi náð að safna rúmum 3,5 milljónum danskra króna til að bjarga félaginu.

Carster, nýr eigandi Roskilde FC, segist vera í skýjunum og gríðarlega þakklátur fyrir alla þá ómetanlegu hjálp sem hann hefur fengið.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir