Fylgstu með okkur:

Fréttir

Fékk tveggja leikja bann og sekt

Guðlaugur Victor hef­ur verið úr­sk­urðaður í tveggja leikja bann.

Mynd/kicker.de

Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Darmstadt, var í gær úr­sk­urðaður í tveggja leikja bann af þýska knatt­spyrnusa­band­inu og er gert að greiða tvö þúsund evrur í sekt, sem jafngildir nær 300 þúsunda ís­lenskra króna. Hann missir því af næstu tveimur deildarleikjum sinna manna gegn Stuttgart og Hamburg.

Guðlaugur Victor fékk reisupassann fyrir afar glæfra­lega tæk­lingu þegar lið hans gerði markalaust jafntefli við Wehen í þýsku B-deildinni um síðustu helgi. Fyrst fékk hann gult spjald en eft­ir at­hug­un í VAR var því breytt í rautt spjald.

Hægt er að sjá atvikið hér fyr­ir neðan.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir