Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Fékk tuttugu mín­út­ur í tapi Millwall

Jón Daði fékk að spreyta sig í tutt­ugu mín­út­ur með Millwall í ensku bikarkeppninni.

ÍV/Getty

Enska úrvalsdeildarliðið Sheffield United sigraði enska B-deildarliðið Millwall, 2-0, í ensku bikarkeppninni í dag.

Jón Daði Böðvarsson var á meðal varamanna Millwall og kom inn af bekknum á 71. mínútu leiksins. Hann lék því síðustu tuttugu mínúturnar eða svo í leiknum.

Muhamed Besic kom Sheffield United yfir eftir rúmlega klukkutíma leik, áður en Oliver Norwood innsiglaði sigur liðsins á 84. mínútu.

Þá var Jóhann Berg Guðmundsson ekki í leikmannahópi Burnley þegar liðið tapaði fyrir Norwich City, 2-1. Jóhann hefur síðustu vikurnar verið frá vegna meiðsla en hann er að komast af stað á ný.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun