Fylgstu með okkur:

Fréttir

Fékk magakveisu en gæti byrjað gegn Bayern

Samúel Kári gæti þreytt frum­raun sína með Paderborn þegar liðið mætir Bayern München í kvöld.

Mynd/Paderborn

Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson gæti þreytt frum­raun sína með Paderborn þegar liðið sækir Bayern München heim í þýsku Bundesligunni í kvöld.

Samúel Kári, sem gekk til liðs við Paderborn í síðasta mánuði, hefur ekki enn spilað fyrir liðið en hann hefur verið ónotaður varamaður í síðustu fjórum leikjum liðsins.

Vefút­gáfa þýska dagblaðsins Neue Westfälische spáir því að Samúel Kári verði í byrjunarliði Paderborn gegn Bayern München. Það er þó ekki ör­uggt en hann hefur verið að glíma við maga­k­veisu.

Samúel Kári flaug hins vegar með Paderborn-liðinu til München en til vonar og vara hefur leikmaður liðsins verið sendur til borgarinnar ef eitthvað kemur upp á.

Paderborn er nýliði í þýsku Bundesligunni og er í neðsta sæti deildarinnar eftir 22 leiki. Liðið er sex stig­um frá því að kom­ast úr fallsæti.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir