Fylgstu með okkur:

Fréttir

Fær mikið hrós frá norskum blaðamanni

Guðmundur Andri fær mikið hrós fyr­ir frammistöðu sína á undirbúningstímabilinu með Start.

Mynd/Start

Framherjinn ungi Guðmundur Andri Tryggvason fær mikið hrós fyr­ir frammistöðu sína í æfingaleikjum með norska liðinu Start á undirbúningstímabilinu.

Steffen Stenersen, blaðamaður hjá Fædrelandsvennen, er heillaður af frammistöðu Guðmundar og hrósaði honum í samtali við Vísi í gær.

„Þegar hann kom til baka á síðustu leiktíð hélt ég að hann yrði ekki nálægt liðinu og að lán væri það besta fyrir hann,“ sagði Steffen við Vísi.

„Hann hefur svo verið frábær á undirbúningstímabilinu og einn besti leikmaðurinn á æfingum liðsins. Hann hefur einnig gæði sem aðrir hafa ekki í Start-liðinu.“

Start tryggði sér sæti í norsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og keppni í deildinni hefst á ný í byrjun apríl. Stenersen var spurður út í framtíð Guðmundar hjá Start.

„Frá því sem ég hef séð frá honum þá gæti hann verið áfram hjá félaginu en það stendur og fellur með því hvernig hann er á æfingum og hvort að Start muni kaupa leikmann í hans stöðu.“

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir