Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Enn tapar Oostende

Ari Freyr var í tapliði og Kolbeinn Þórðar kom við sögu.

ÍV/Getty

Oostende, lið Ara Freys Skúlasonar, mátti í kvöld þola sitt þriðja tap í röð þegar það sótti Zulte Waregem í belgísku úrvalsdeildinni.

Oostende gaf eftir á lokakaflanum, líkt og um síðustu helgi, og Zulte Waregem tókst að skora tvívegis fyrir leikslok. Ari Freyr lék allan leikinn í stöðu vinstri bakvarðar.

Oostende, sem byrjaði leiktíðina vel, er sigurlaust í síðustu fjórum leikjum sínum og er sem stendur í 12. sæti með 11 stig eftir tólf umferðir.

Í belgísku B-deildinni kom Kolbeinn Þórðarson við sögu sem varamaður á 72. mínútu með Lommel þegar það beið lægri hlut fyrir St. Gilloise, 2-1. Lommel er neðsta sæti deildarinnar með 7 stig.

Rúnar Alex, Adam Örn og Diego spiluðu ekkert

Rúnar Alex Rúnarsson var áfram á varamannabekknum hjá Dijon þegar liðið tapaði fyrir Brest, 2-0, í frönsku úrvalsdeildinni.

Senegalski landsliðsmarkvörðurinn Alfred Gomis varði markið hjá Dijon í leiknum en hann hefur spilað síðustu sjö leiki liðsins og haldið hreinu í fjórum þeirra. Dijon er á botni deildarinnar með 9 stig.

Adam Örn Arnarson var allan tímann á bekknum hjá Gornik Zabrze í 1-1 jafntefli gegn Lechia Gdansk í pólsku úrvalsdeildinni. Gornik Zabrze er í 11. sæti deildarinnar með 15 stig.

Þá var Diego Jóhannesson ekki í leikmannahópi Real Oviedo er liðið tapaði 2-1 fyrir Malaga í spænsku B-deildinni. Real Oviedo er 19. sæti, sem er fallsæti, og hefur 13 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun