Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Enn skor­ar Aron fyrir Start

Aron Sigurðarson held­ur áfram að raða inn mörk­un­um fyrir Start í Noregi.

Aron Sigurðarson, leikmaður Start í Noregi, heldur áfram að hrella markverðina í norsku 1. deildinni.

Aron skoraði fyrra mark síns liðs úr vítaspyrnu í 2-1 útisigri gegn Raufoss í gær og hann hefur þar með skorað 11 mörk í 20 leikjum með Start á tímabilinu og er þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar en Aron lék allan leikinn í gær.

Með sigrinum komst Start upp í annað sæti deildarinnar og hefur nú 42 stig og er átta stigum á eftir toppliði Álasund.

Viðar Ari Jónsson lék allan tímann með Sand­efjord í 1-1 jafntefli gegn Nest-Sotra í gær. Emil Pálsson er að koma til baka eftir erfið meiðsli og sat allan tímann á varamannabekknum hjá Sandefjord í leiknum, en hann var á skotskónum með varaliði liðsins á dögunum. Sandefjord er í þriðja sætinu með jafnmörg stig og Start en með verri markatölu.

Arnór Smárason lék í 83. mínútur með Lillestrøm í norsku úrvalsdeildinni í gær er liðið vann 2-0 útisigur gegn Haugesund. Lillestrøm er í 9. sæti með 25 stig eftir 19 leiki. 

Þá spilaði Samú­el Kári Friðjóns­son allan tímann fyrir Viking sem gerði 2-2 jafntefli við Ran­heim í gær. Viking er í 8. sæti, með 26 stig eða einu stigi meira en Lillestrøm.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið