Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Enn eitt tapið hjá Oostende

Ari Freyr og félagar hans eru enn í vand­ræðum.

Mynd/Twitter

Belgíska liðið Oostende, með Ara Frey Skúlason innanborðs, tapaði fimmta leiknum í röð í belgísku úrvalsdeildinni þegar liðið lá fyrir St.Truiden, 1-0, á útivelli í kvöld. Ari Freyr lék allan leikinn.

Oostende hef­ur ekki náð að vinna deildarleik í síðustu níu leikjum sínum og er nú í 14. sæti deildarinnar með 11 stig, en liðið vann fyrstu tvo leiki sína á leiktíðinni, gegn Anderlecht og Cercle Brugge.

Sveinn Aron lék í markalausu jafntefli

Sveinn Aron Guðjohnsen var í byrjunarliði Spezia í ítölsku B-deildinni í gærkvöldi þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Chievo Verona.

Sveinn Aron vakti athygli á dögunum þegar hann kom inn á sem varamaður og átti magnaða innkomu með því að leggja upp mark og skora sigurmark. Spezia er í 15. sæti deildarinnar með 12 stig eftir 11 leiki.

Rúnar Alex á bekknum

Rúnar Alex Rúnarsson var allan tímann á varamannabekknum þegar hann horfði á lið sitt Dijon vinna frönsku meistara í PSG, 2-1, í frönsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Alfred Gomis hefur verið í marki Dijon upp á síðkastið og hefur spilað síðustu átta deildarleiki liðsins. Með sigrinum fór Dijon úr botnsætinu og upp í 16. sæti.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun