Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Enginn í sigurliði í Noregi

Eng­inn Íslendingur í sigurliði í norsku úrvalsdeildinni.

Mynd/Dagsavisen

Tveir Íslend­ing­ar voru í eld­lín­unni í norsku úrvalsdeildinni í dag en hvorugur þeirra var í sigurliði.

Samúel Kári Friðjónsson og liðsfélagar hans í Viking gerðu 2-2 jafntefli við Rosenborg á heimavelli. Samúel Kári lék allan leikinn á miðjunni.

Viking er í 5. sæti deildarinnar með 44 stig þegar aðeins einni umferð er ólokið. Samúel leikur á lánssamningi hjá Viking frá Vålerenga út tímabilið en Viking kemur til með að leika í bikarúrslitum í næsta mánuði.

Arnór Smárason kom inn á sem varamaður á 76. mínútu þegar lið hans Lillestrøm laut í gras fyrir Ranheim, 2-1, á útivelli.

Lillestrøm er í 13. sætinu með 29 stig og er í hættu á að falla niður um deild en liðið er með jafnmörg stig og Tromsø, sem er í umspilssæti um að forðast fall niður í norsku 1. deildina.

Matthías Vilhjálmsson var ekki með Vålerenga er liðið tapaði 4-2 gegn Molde. Þá var Oliver Sigurjónsson ekki í leikmannahópi Bodø/Glimt þegar liðið lagði Kristiansund, 3-0.

Vålerenga er í 10. sæti og Bodø/Glimt er í öðru sæti. Molde trónir á toppi deildarinnar og er búið að tryggja sér titilinn.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun