Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Endurkomusigur hjá Ingvari og félögum

Ingvar Jónsson stóð á milli stanganna hjá Viborg sem vann endurkomusigur í dag.

Ingvar í leik með Viborg. Mynd/viborg-folkeblad.dk

Viborg, lið Ingvars Jónssonar, vann góðan 2-1 endurkomusigur á heimavelli gegn Fredericia í dönsku 1. deildinni í dag.

Ingvar stóð í dag allan tímann í marki Viborg sem er á góðri leið með að komast upp í dönsku úrvalsdeildina. Liðið er 2. sæti í dönsku 1. deildinni með 53 stig og aðeins einu á eftir Silkeborg sem er á toppnum. Fyrsta sæti deildarinnar gefur sæti í efstu deild á meðan liðin í 2. og 3. sæti fara í umspil um laust sæti.

Það dró strax til tíðinda á 7. mínútu leiksins þegar Agon Mucolli skoraði fyrir Fredericia eftir klaufaleg mistök í vörn Viborg. Fredericia hélt þeirri forystu í langan tíma þar til á 83. mínútu þegar Andreas Albers skoraði skallamark fyrir Viborg eftir langt innkast. Nokkrum mínútum síðar, í uppbótartíma seinni hálfleiks, var Albers aftur á ferðinni en hann skoraði aftur skallamark á annarri mínútu í uppbótartíma og tryggði liði sínu öll þrjú stigin.

Ingvar og félagar í Viborg eiga aðeins þrjá leiki eftir á leiktíðinni en um komandi helgi fer liðið í heimsókn til Silkeborgar í toppbaráttuslag dönsku 1. deildarinnar.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun