Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

End­ur­komu­sig­ur hjá Brøndby

Hjörtur og félagar hans í Brøndby unnu flottan endurkomusigur í kvöld.

Mynd/3point

Hjörtur Hermannsson og félagar hans í Brøndby unnu flottan endurkomusigur gegn Odense á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld, 3-2.

Hjörtur var á sínum stað í vörninni hjá Brøndby og lék allan leikinn. Jesper Lindstrøm skoraði fyrir Brøndby á 25. mínútu en Odense náði að jafna metin tíu mínútum síðar og komst í forystu á 67. mínútu leiksins.

Brøndby náði á síðustu mínútum leiksins að snúa leiknum sér í vil og vann að lokum góðan endurkomusigur. Kamil Wilczek skoraði í tvígang fyrir Brøndby á lokakaflanum og tryggði liðinu stigin þrjú. Lokatölur urðu 3-2, Brøndby í vil.

Með sigrinum fór Brøndby upp í 3. sæti deildarinnar þar sem liðið er með 7 stig eftir þrjár umferðir. Liðið hefur unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli.

Mikael Anderson kom inn á sem varamaður fyrir Midtjylland sem sigraði AGF frá Árósum, 1-0, í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Mikael var skipt inn á sem varamanni á 78. mínútu leiksins en stuttu síðar var hann búinn að fiska vítaspyrnu fyrir liðið sitt. Evander Ferreira fór á vítapunktinn og skoraði af öryggi. Jón Dagur Þorsteinsson lék á vinstri kantinum hjá AGF þar til honum var skipt af velli á 73. mínútu.

Midtjylland er með fullt hús stiga eða 9 stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í deildinni. AGF er aðeins með eitt stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun