Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Emil lék ann­an leik­inn í röð

Emil Hallfreðsson lék ann­an leik sinn fyr­ir Udinese í röð þegar liðið hrósaði sigri á Ítalíu í dag.

Emil í leik með Udinese árið 2017. ÍV/Getty

Emil Hallfreðsson lék ann­an leik sinn fyr­ir Udinese í röð þegar liðið hrósaði 3-1 sigri gegn Frosinone í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Emil lék fyrsta leik sinn í sjö mánuði um síðustu helgi.

Emil byrjaði á varamannabekknum í dag en kom inn á sem varamaður á 62. mínútu leiksins og spilaði því rúman hálftíma leik.

Udinese er í fallbaráttu í ítölsku úrvalsdeildinni og sigur liðsins í dag var gífurlega mikilvægur. Liðið er 16. sæti með 37 stig, eða tveimur stigum meira en Empoli, sem er í fallsæti. Aðeins tvær umferðir eru eftir í deildinni og neðstu þrjú liðin munu falla beint niður í B-deildina.

Öll þrjú mörk Udinese komu í fyrri hálfleik og Frosinone náði þá að minnka muninn niður í tvö mörk á 85. mínútu leiksins. 3-1 sigur staðreynd hjá Emil og félögum.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun