Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Emil lagði upp mark Padova

Emil lagði upp mark fyrir Padova í jafn­tefl­is­leik á Ítalíu í kvöld.

Mynd/Padova

Emil Hallfreðsson lagði upp mark Calcio Padova þegar liðið gerði jafntefli, 1-1, við Carpi á útivelli í ítölsku C-deildinni í kvöld.

Anton Kresic kom Padova yfir á 21. mínútu leiksins, þar sem hann skallaði knött­inn í markið eft­ir fyr­ir­gjöf frá Emil, en það kemur fram á ítalska vefnum Sportface.

Carpi jafnaði síðan metin þegar korter lifði leiks og urðu lokatölur leiksins 1-1.

Þetta var annar leikur Padova-liðsins undir stjórn Andrea Mandorlini sem var ráðinn sem knattspyrnustjóri liðsins fyrr í vikunni. Mandorlini og Emil þekkjast afar vel en þeir störfuðu áður saman hjá Hellas Verona og náðu frábærum árangri.

Sjá einnig: Sameinaðir á ný – „Spennandi tímar framundan og aldrei að vita hvað okkur tekst að gera“

Padova er í 5. sæti í B-riðli ítölsku C-deild­ar­inn­ar með 40 stig eftir 23 umferðir og í baráttu um að komast upp um deild.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun