Fylgstu með okkur:

Fréttir

Emil byrjaður að æfa á ný

Emil Hallfreðsson er búinn að jafna sig á meiðslum.

Emil í leik með Udinese árið 2017. ÍV/Getty

Emil Hallfreðsson er mættur til æfinga hjá ítalska félaginu Udinese eftir að hafa verið frá æfingum og keppni síðustu mánuðina vegna hnémeiðsla.

Emil gekkst í síðastliðnum desembermánuði undir velheppnaða aðgerð á hné í Barselóna og hef­ur nú jafnað sig að fullu. Udinese birti í dag mynd af honum á æfingu.

Emil samdi við Udinese í byrjun síðasta mánaðar eftir að hafa rift samningi sínum við Frosinone í janúarmánuði.

Hann þekkir vel til Udinese-liðsins því hann var á mála hjá félaginu á árunum 2016-2018. Emil lék 58 leiki með liðinu á þeim tíma.

Udinese situr í 15. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 32 stig þegar átta umferðir eru eftir af leiktíðinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir