Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Elías skoraði tvö og lagði upp eitt í sigri

Elías Már fór á kost­um með Excelsior í kvöld en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í sigri liðsins.

Elías í leiknum í kvöld. ÍV/Getty

Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson átti heldur betur stórleik fyrir Excelsior í 4-1 útisigri liðsins gegn Helmond Sport í hollensku B-deildinni í kvöld.

Thomas Verhaar kom Excelsior upphaflega yfir strax á þriðju mínútu leiksins og var staðan í hálfleik 1-0, Excelsior í vil.

Það var ekki fyrr en á 70. mín­útu leiksins sem það dró til tíðinda í síðari hálfleiknum. Elías Már tvöfaldaði þá forystuna fyrir Excelsior og tveimur mínútum síðar skoraði hann sitt annað mark og þriðja mark liðsins. Aðeins mínútu eftir það lagði hann upp mark fyrir liðsfélaga sinn Rai Vloet. Helmond Sport-liðið minnkaði muninn tíu mínútum fyrir leikslok og leiknum lauk því með 4-1 sigri Excelsior.

Excelsior í 7. sæti deild­ar­inn­ar með 40 stig eftir 25 umferðir. Tvö efstu liðin fara upp um deild í vor á meðan liðin í 3.-8. sæti fara í umspil um laust sæti. Elías Már hefur nú skorað tíu mörk á leiktíðinni og lagt upp önnur fjögur.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun