Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Elías skoraði í öðrum leikn­um í röð

Elías Már hefur skorað fimm mörk í síðustu fimm leikjum sínum með Excelsior.

ÍV/Getty

Elías Már Ómarsson skoraði í öðrum leiknum í röð fyrir hollenska liðið Excelsior í gærkvöld.

Excelsior gerði þá 3-3 jafntefli við U23 ára lið AZ Alk­ma­ar í hollensku B-deildinni. Elías Már skoraði annað mark Excelsior í leiknum þegar hann jafnaði metin í 2-2 á 75. mínútu leiksins. Elías Már var einnig á skot­skón­um í síðasta leik Excelsior er hann setti tvö mörk í sigurleik.

Excelsior komst í forystu með þriðja marki sínu þegar tíu mínútur voru eftir en U23 ára lið AZ Alkmaar tókst hins vegar að jafna metin fyrir leikslok og urðu liðin því að sættast á eitt stig hvort. Hægt er að sjá svipmyndir úr leiknum hérna.

Excelsior er í 7. sæti með 41 stig eftir 26 umferðir. Elías Már hefur skorað fimm mörk í síðustu fimm leikjum sínum og er nú búinn að skora átta mörk í 25 deildarleikjum á leiktíðinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun