Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Elías og lið hans komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeild unglingaliða

Markmaðurinn efnilegi er kominn ásamt U19 ára liði sínu Midtjylland í átta liða úrslit Meistaradeild unglingaliða.

Mynd: Vefsíða Midtjylland

Elías Rafn Ólafsson stóð í marki U19 ára liði Midtjylland sem vann í dag 3-1 sigur á unglingaliði Manchester United í 16-liða úrslitum Meistaradeild unglingaliða.

Elías, sem er nýorðinn 19 ára gamall, var stór ástæða þess að liðið komst svona langt í kepninni. Fyrir rúmum einum mánuði síðan, Í 32-liða úrslitum keppninnar, gerði hann sér lítið fyrir og varði tvær vítaspyrnur í vítaspyrnukeppni með liði sínu þegar það sló út U19 ára lið Roma frá Ítalíu.

Lið Elíasar mun í næstu umferð, í átta liða úrslitum, mæta unglingaliði Porto frá Portúgal í byrjun næsta mánaðar.

Markmaðurinn efnilegi er uppalinn hjá Breiðabliki og gekk til liðs við Midtjylland í fyrrasumar. Alls hefur hann leikið 17 leiki í öllum keppnum á leiktíðinni og fimm sinnum í þeim leikjum hefur hann haldið hreinu.

Þá á Elías að baki samtals fjóra landsleiki með yngri landsliðum Íslands.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun