Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Elías og Kristófer komu við sögu

Elías Már og Kristófer Ingi komu báðir við sögu með liðum sínum í kvöld.

ÍV/Getty

Elías Már Ómarsson og Kristófer Ingi Kristinsson komu báðir við sögu með liðum sínum í kvöld.

Elías Már byrjaði á varamannabekknum en kom inn á sem varamaður og lék síðasta hálftímann með Excelsior sem gerði 1-1 jafntefli við Dordrecht í hollensku B-deildinni.

Excelsior er í 6. sæti deild­ar­inn­ar með 35 stig eft­ir 21 umferð. Tvö efstu lið deildarinnar fara upp um deild á meðan liðin í 3.-8. sæti koma til með að fara í umspil.

Kristófer Ingi lék í kvöld sinn annan leik í frönsku B-deildinni á þessari leiktíð þegar lið hans Grenoble tapaði 3-1 fyrir AC Ajccio. Kristófer Ingi hóf leikinn á varamannabekknum en kom inn af bekknum á 77. mínútu.

Kristófer Ingi hefur verið óheppinn með meiðsli á leiktíðinni en er nú kominn aftur af stað. Grenoble er í 11. sæti og hefur 26 stig eftir 20 leiki.

Mynd/Grenoble

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun