Fylgstu með okkur:

Fréttir

Elías Már valinn leikmaður mánaðarins í Hollandi

Elías Már Ómarsson var í gær kjörinn leikmaður mánaðarins í hollensku úrvalsdeildinni.

Mynd/Fox

Elías Már Ómarsson, framherji Excelsior, var í gær kjörinn leikmaður mánaðarins í hollensku úrvalsdeildinni af sjónvarpsstöðinni Fox Sports sem er með sjónvarpsrétt deildarinnar.

Frammistaða framherjans í þessum mánuði skilaði honum nafnbótinni, en hann gerði þrennu og þar með sigurmarkið í 5-4 sigri Excelsior gegn Herac­les. Þá skoraði hann eitt mark í 4-2 sigri á Alberti Guðmundssyni og félögum í AZ Alkmaar í lokaumferð deildarinnar.

Það var enginn leikmaður í hollensku úrvalsdeildinni sem skoraði fleiri mörk en Elías en Dusan Tadic, leikmaður Ajax, skoraði einnig fjögur mörk í maímánuði.

Síðasta umferðin í hollensku úrvalsdeildinni fór fram í síðustu viku en Excelsior, lið Elíasar Más, endaði í fallumspilssæti í deildinni. Liðið leikur við RKC Waalwijk úr B-deildinni um laust sæti í tveimur viðureignum og sú fyrri fór fram um síðustu helgi þar sem Excelsior tapaði 2-1 á útivelli. Seinni viðureignin verður á morgun, á heimavelli Excelsior.

Hér að neðan má finna þrennu Elíasar (byrjar á 55. sek)

 

Og markið hans gegn AZ:

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir