Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Elías Már skoraði sig­ur­mark Excelsior

Elías Már skoraði tvö mörk fyrir Excelsior í kvöld, þar á meðal sigurmarkið.

ÍV/Getty

Elías Már Ómarsson skoraði tvö mörk fyrir Excelsior, þar á meðal sigurmark liðsins þegar það sigraði FC Eindhoven, 5-4, á heimavelli í hollensku B-deildinni í kvöld.

Elías jafnaði leikinn í 3-3 rétt undir lok fyrri hálfleiks og þannig var staðan í hálfleik.

Í byrjun síðari hálfleiks komst Excelsior yfir en stuttu síðar jafnaði FC Eindhoven-liðið metin. Elías Már skoraði síðan sigurmark Excelsior á 77. mínútu leiksins. Lokatölur 5-4 fyrir Excelsior. Elías Már lék allan leikinn.

Elías Már hef­ur nú skorað þrjú deild­ar­mörk fyr­ir Excelsior í 13 deildarleikjum á leiktíðinni, en liðið situr í 5. sæti deildarinnar með 24 stig eftir 14 umferðir.

Kristófer sneri til baka í jafn­tefl­is­leik

Kristófer Ingi Kristinsson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik í frönsku B-deildinni á þessari leiktíð þegar lið hans Grenoble gerði markalaust jafntefli við Le Mans. Kristófer hóf leikinn á bekknum en kom inn af bekknum á 77. mínútu.

Kristófer hafði verið meiddur síðan í sumar og er því aftur kominn af stað með nýja liði sínu sem fékk hann til sín á frjálsri sölu.

Grenoble er í 7. sæti frönsku B-deildarinnar og hefur 20 stig eftir 14 leiki.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun