Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Elías Már skoraði í öðrum leikn­um í röð

Elías Már skoraði eitt marka Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld.

ÍV/Getty

Elías Már Ómarsson og liðsfélagar hans í hollenska liðinu Excelsior unnu góðan 4-2 heima­sig­ur á AZ Alkmaar í lokaumferðinni í efstu deild Hollands í kvöld. Elías lék all­an leik­inn og skoraði fjórða mark Excelsior á 66. mín­útu. Þá var Albert Guðmundsson í byrjunarliði AZ Alkmaar í leiknum en hann fór af velli á 64. mínútu.

Elías var frábær með liði sínu um síðustu helgi er hann skoraði þrjú mörk og þar á meðal sigurmarkið í 4-5 útisigri á Heracles. Hann hefur gert 13 mörk í 30 leikjum á leiktíðinni.

Það var ljóst fyrir leikinn í kvöld að Excelsior myndi ekki ná að tryggja sér öruggt sæti í deildinni með sigri í kvöld en liðið fer á næstu dögum í fallumspil við lið úr B-deildinni í Hollandi.

Albert Guðmundsson og samherjar hans í AZ Alkmaar enda leiktíða í 4. sæti og fara í umspil um sæti í Evrópudeildinni að ári.

Mark Elíasar í leiknum í kvöld:

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið