Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Elías Már skoraði en féll niður um deild

Elías Már skoraði í dag fyrir Excelsior þegar liðið féll niður um deild.

ÍV/Getty

Elías Már Ómarsson og samherjar hans í hollenska liðinu Excelsior féllu úr efstu deild­inni þar í landi í dag eftir að tapað samanlagt 2-3 gegn RKC Waalwijk í fallumspili.

Excelsior var í dag að mæta RKC Waalwijk í seinni leik liðanna í fallumspili hollensku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli og Elías Már skoraði eina mark Excelsior í leiknum en það dugði ekki til. Excelsior tapaði fyrri leiknum 1-2 og því samanlagt 2-3. Liðið er þar með fallið niður í B-deildina í Hollandi.

Elías Már byrjaði leikinn í dag og lék í 86. mínútur. Mikael Anderson kom inn á í hans stað.

Excelsior endaði leiktíðina í þriðja neðsta sæti í hollensku úrvalsdeildinni og þurfti því að spila tvo umspilsleiki við lið úr B-deildinni.

Elías Már endar leiktíðina frábærlega með Excelsior en hann gerði fimm mörk í síðustu þremur leikjum liðsins. Í fyrradag var hann kjörinn leikmaður mánaðarins í hollensku úrvalsdeildinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun