Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Elías Már og Mikael voru í byrjunarliði Excelsior

Elías Már og Mikael Anderson voru báðir í byrjunarliði Excelsior í dag.

Elías í leiknum í dag. ÍV/Getty

Elías Már Ómarsson og Mikael Anderson voru báðir í byrjunarliði Excelsior sem tapaði fyrir PEC Zwolle, 0-2, í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

Leikmennirnir voru báðir í framlínu Excelsior í leiknum. Elías var fremsti maður á meðan Mikael spilaði á vinstri kantinum.

Þeir voru báðir teknir af velli með stuttu millibili í stöðunni 0-0.

Zwolle skoraði bæði mörk sín á síðustu tíu mínútunum. Fyrra kom á 82. mínútu og það seinna aðeins tveimur mínútum síðar.

Excelsior situr í 15. sæti deildarinnar, með 26 stig, þegar átta umferðir eru eftir af keppnistímabilinu. Átján lið leika í deildinni og í vor munu tvö félög falla úr henni.

Elías hefur komið alls 26 sinnum við sögu hjá félaginu á leiktíðinni og Mikael alls 14 sinnum.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun