Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Elías Már og Mikael komu inn á þegar Excelsior tapaði

Elías Már og Mikael Anderson komu báðir við sögu í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

Elías Már Ómarsson í leik með Excelsior á leiktíðinni. ÍV/Getty

Elías Már Ómarsson og Mikael Anderson, leikmenn Excelsior, komu báðir inn á sem varamenn þegar liðið fór í heimsókn til VVV-Venlo í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

Excelsior þurfti að sætta sig við 1-0 tap í leiknum, en eina mark leiksins leit dagsins ljós undir lok fyrri hálfsleiks.

Excelsior situr í 14. sæti deildarinnar, með 26 stig, þegar níu umferðir eru eftir af keppnistímabilinu í hollensku úrvalsdeildinni. Átján lið leika í deildinni og í vor munu tvö félög falla úr henni.

Neðsta liðið fer beint niður um deild en næst neðsta sætið og það þriðja neðsta fara í umspil þar sem skorið verður úr hvaða lið fellur ásamt því neðsta.

Aðeins tveimur stigum munar á Excelsior og liðinu í þriðja neðsta sætinu í deildinni.

Elías hefur komið alls 25 sinnum við sögu hjá félaginu á leiktíðinni og Mikael alls 13 sinnum.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun