Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Elías Már með tvö í jafn­tefl­is­leik

Elías Már skoraði tví­veg­is fyrir Excelsior í jafnteflisleik í Hollandi í kvöld.

ÍV/Getty

Elías Már Ómarsson var held­ur bet­ur áber­andi með liði sínu Excelsior í kvöld en hann skoraði tvö mörk þegar liðið gerði 3-3 jafntefli við Telstar í markaleik í hollensku B-deildinni.

Fimm af sex mörkum leiksins voru skoruð í síðari hálfleik. Telstar komst yfir á 15. mínútu og var staðan í hálfleik 1-0.

Elías Már byrjaði af mikl­um krafti í síðari hálfleik og jafnaði metin fyrir Excelsior á 48. mínútu. Aðeins níu mínútum síðar skoraði hann annað mark sitt í leiknum og kom Excelsior í 2-1.

Leikmenn Telstar-liðsins skoruðu síðustu þrjú mörkin á lokakaflanum en eitt þeirra var sjálfsmark. Leiknum lauk því með 3-3 jafntefli. Elías Már lék allan leikinn í fremstu víglínu Excelsior.

Excelsior er í 6. sæti deild­ar­inn­ar með 36 stig úr 22 leikjum. Tvö efstu lið deildarinnar fara upp um deild á meðan liðin í 3.-8. sæti koma til með að fara í umspil. Elías Már er nú búinn að skora átta mörk á leiktíðinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun