Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Elías Már lék í tapi

Elías Már var í byrjunarliði Excelsior sem tapaði í dag fyrir Waalwjik í fyrri leik liðanna í fallumspili.

ÍV/Getty

Elías Már Ómarsson var í byrjunarliði Excelsior sem tapaði í dag fyrir RKC Waalwjik, 2-1, í fyrri leik liðanna í fallumspili um laust sæti í hollensku úrvalsdeildinni að ári.

Elías Már hafði fyrir leikinn í dag skorað fjögur mörk í síðustu tveimur leikjum Excelsior, þar á meðal þrennu gegn Heracles, en hann lék fyrstu 76. mínúturnar í dag.

Öll þrjú mörkin í leiknum komu í síðari hálfleiknum. Mario Bilate skoraði á 53. mínútu fyrir Waalwijk og þegar tuttugu mínútur voru eftir jafnaði Jeffry Fortest metin í 1-1 fyrir Excelsior en á 81. mínútu  leiksins tryggði Jurien Gaara stigin þrjú fyrir Waalwijk.

Excelsior fær næsta miðvikudag Waalwijk í heimsókn í seinni leik liðanna og verður þar að vinna til að eiga möguleika á áframhaldandi veru í efstu Hollands.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun