Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Elías Már lagði upp mark í bik­ar­sigri

Elías Már átti stoðsend­ingu í sigri Excelsior í hollensku bikarkeppninni.

ÍV/Getty

Excelsior, með Elías Má Ómarsson innanborðs, er komið áfram í 32-liða úrslit hollenska bikarsins eftir 4-2 sigur gegn Nijmegen í kvöld.

Elías Már hóf leikinn á varamannabekknum og var skipt inná í hálfleik. Loka­töl­ur eft­ir venju­leg­an leiktíma urðu 2-2 og því þurfti að fram­lengja leik­inn. Í framlengingunni skoraði Excelsior tvö mörk og Elías Már lagði upp síðara markið, á 106. mínútu. Excelsior fagnaði því 4-2 sigri.

Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir Darmstadt er liðið beið lægri hlut fyrir Karlsruher, 1-0, í 32-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar. Eina mark leiksins kom þegar fimm mínútum voru eftir af venjulegum leiktíma og Darmstadt er þar með dottið úr leik í bikarkeppninni.

Adam Örn Arnarson var ónotaður varamaður hjá pólska liðinu Gornik Zabrze þegar liðið tapaði fyrir LKS Lodz, 2-0, í 32-liða úrslitum pólsku bikarkeppninnar.

Þá lék Ari Freyr Skúlason allan tímann með liði sínu Oostende í 1-0 tapi gegn Charlerio í belgísku úrvalsdeildinni. Oostende, sem byrjaði leiktíðina vel, er sigurlaust í síðustu fimm leikjum sínum og er sem stendur í 14. sæti með 11 stig eftir 13 umferðir.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun