Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Elías Már kom við sögu í sigri – PSV skoraði níu

Elías Már lék síðasta hálftímann með Excelsior í sigri liðsins í kvöld.

ÍV/Getty

Elías Már Ómarsson fékk að spreyta sig með Excelsior þegar liðið vann 5-2 sigur á varaliði PSV í hollensku B-deildinni í kvöld.

Elías Már kom þá inn af bekknum á 62. mínútu og lék því síðasta hálftímann. Í síðasta leik kom hann af bekknum og skoraði eftir að hafa verið aðeins eina mínútu inn á vellinum.

Excelsior féll úr hollensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en eftir átta umferðir í B-deildinni á þessari leiktíð er liðið með 16 stig í 4. sætinu.

Sandra María lék í tapi og PSV skoraði níu

Sandra María Jessen kom inn á sem varamaður á 84. mínútu hjá Bayer Leverkusen sem tapaði 2-1 fyrir Sand í þýsku Bundesligunni í kvöld.

Leverkusen hefur 6 stig úr fyrstu fimm leikjunum. Sara Björk Gunnarsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg eru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, 12 stig, en liðið á leik gegn Jena á sunnudag.

Anna Björk Kristjánsdóttir sat þá á bekknum er lið hennar PSV rótburstaði liði Excelsior/Barendrecht, 9-1, í hollensku úrvalsdeildinni.

PSV trónir á toppi deildarinnar eftir fimm umferðir með 13 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun