Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Elías Már kom af bekkn­um og skoraði

Það tók Elías Má aðeins mínútu að skora fyrir Excelsior í kvöld.

Elías Már kom öflugur inn af bekknum í kvöld. ÍV/Getty

Elías Már Ómarsson, framherji Excelsior, skoraði eina mark liðsins í 2-1 tapi gegn NAC Breda í hollensku 1. deildinni í kvöld.

Elías Már byrjaði á varamannabekknum en var skipt inná á 75. mínútu leiksins er staðan var 1-0 fyrir NAC Breda og hann var ekki lengi koma knettinum í mark andstæðingsins en það tók hann aðeins mínútu að skora jöfnunarmark fyrir Excelsior.

Því miður dugði markið hans ekki fyrir Excelsior vegna þess að NAC Breda skoraði sigurmark á 87. mínútu. Lokatölur leiksins urðu því 2-1, NAC Breda í vil.

Þetta er fyrsta mark Elíasar á leiktíðinni en á síðustu leiktíð gerði hann 15 mörk fyrir liðið í öllum keppnum. Liðið féll úr hollensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Excelsior er í 4. sætinu í hollensku 1. deildinni með 13 stig eftir 7 umferðir.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun