Fylgstu með okkur:

Fréttir

Elías Már í liði umferðarinnar

Elías Már var valinn í lið umferðarinnar í hollensku úrvalsdeildinni. Hann gerði þrennu með liði sínu Excelsior um helgina.

Elías Már (annar frá hægri). ÍV/Getty

Elías Már Ómarsson er í liði 33. umferðar hollensku úrvalsdeildarinnar hjá miðlinum VL. 

Elías Már átti í gær magnaðan leik með liði sínu Excelsior gegn Heracles í hollensku úrvalsdeildinni, en hann gerði þrjú mörk í leiknum og þar á meðal sigurmarkið í uppbótartíma. Frammistaða hans í leiknum skilaði honum í lið umferðarinnar.

Fyrsta markið hans kom snemma í leiknum, á 4. mínútu, eftir hornspyrnu og rétt fyrir hálfleikinn skoraði hann ótrúlegt mark fyrir utan teig eftir klaufaleg mistök hjá bæði varnarmanni og markmanni Heracles. Í þriðja markinu, í uppbótartíma seinni hálfleiks, gerði Elías vel með því að fylgja vel á eftir frákasti inn í teig Heracles.

„Það alltaf gaman sem framherji að skora þrennu. Það skiptir í sjálfu sér ekki miklu máli að ég hafi náð að skora þrjú mörk því liðið stóð á endanum uppi sem sigurvegari, en ég er sáttur með frammistöðu liðsins og hvernig við komum til baka,“ sagði Elías í viðtali eftir leikinn.

Þegar aðeins einn leikur er eftir í hollensku úrvalsdeildinni er ljóst að Excelsior þarf að leika umspilsleiki um að halda sæti sínu í deildinni. Liðið er í þriðja neðsta sæti deildarinnar með 30 stig, fjórum stigum frá öruggu sæti.

„Við eig­um einn leik eft­ir í deild­inni á móti AZ Alk­ma­ar og við ætl­um að fara inn í þann leik af heil­um hug. Von­andi get­um við náð í góð úr­slit og tekið þau úr­slit inn í fall­um­spilið því liðið þarf á sjálfs­trausti að halda. Við ætl­um okk­ur að halda sæti okk­ar í deild­inni og ég hef fulla trú á því að það tak­ist,“ sagði Elías í viðtali við Morgunblaðið í dag.

Lið umferðarinnar í hollensku úrvalsdeildinni: 

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir