Fylgstu með okkur:

Fréttir

Ekk­ert pláss fyr­ir Rúrik í byrjunarliðinu – Gæti verið á för­um

Rúrik er ekki inni í framtíðar­plön­um Sandhausen og kom það greini­lega í ljós í dag.

ÍV/Getty

Knattspyrnustjóri Sandhausen í þýsku B-deildinni, Uwe Koschinat, ætl­ar ekki að standa í vegi fyr­ir Rúrik Gíslasyni vilji hann yf­ir­gefa liðið á næstunni.

Rúrik er ekki inni í framtíðar­plön­um Koschinat og kom það greini­lega í ljós á fréttamannafundi í dag í aðdraganda leiks Sandhausen gegn Nürnberg sem fer fram á sunndag.

Koschinat gagnrýndi Rúrik á fréttamannafundinum þegar hann sat fyrir svörum og sagði meðal annars að ekk­ert pláss sé í byrjunarliðinu fyrir Íslendinginn.

Vildi hann meina að Rúrik hafi ekki nógu mikið fram að færa, sérstaklega í leikkerfinu sínu 4-4-2, og aðeins væri hægt að hafa hann sem fremsta mann, þar sem samkeppnin er afar mikil.

Að lokum sagði Koschinat að það væri enn mögu­leiki á því að Rúrik yfirgæfi liðið þrátt fyr­ir að félagaskiptaglugginn sé við það að lokast.

Nú­gild­andi samn­ing­ur Rúriks hjá Sandhausen renn­ur út um mitt ár en hann hefur leikið 53 leiki síðan hann gekk í raðir liðsins frá Nürnberg fyrir tveimur árum. Á þessari leiktíð hefur hann leikið 10 deildarleiki.

Heidelberg 24

Kicker

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir