Fylgstu með okkur:

Fréttir

Ein­kunn­ir Jó­hanns og Gylfa

Jóhann Berg hafði bet­ur gegn Gylfa Þór í Íslendingaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Gylfi og Jóhann í baráttu um boltann fyrr á árinu. ÍV/Getty

Burnley og Everton mættust í Íslendingasalg í ensku úrvalsdeildinni í dag en lokatölur urðu 1-0 fyrir Burnley.

Jóhann Berg Guðmundsson lék í 84 mínútur fyrir Burnley á meðan Gyfli Þór Sigurðsson spilaði í 59 mínútur með Everton.

Gylfa var fórnað í taktískri breytingu í liði Everton þar sem Seamus Coleman, varnarmaður Everton, fékk að líta rauða spjaldið á 56. mínútu leiksins. Burnley nýtti sér liðsmuninn vel og Jeff Hendrick tryggði liðinu sigurinn.

Jóhann Berg fékk 7 í ein­kunn fyr­ir frammistöðu sína hjá Sky Sports og 6 hjá staðarmiðlinum Burnley Express.

Gylfi náði sér ekki á strik frek­ar en liðsfé­lag­ar hans og fékk 5 í einkunn hjá Sky Sports en 4 í einkunn hjá staðarmiðlinum Liverpool Echo.

Þeir félagar fengu þá báðir 6 í einkunn hjá Daily Mail.

Burnley er í 5. sæti deildarinnar og hefur nú 12 stig eftir átta leiki. Everton er hins vegar í slæmum málum í deildinni en liðið er í 17. sæti með 7 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir