Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Eggert lék í markalausu jafntefli

Eggert Gunnþór lék í dag allan tímann í markalausu jafntefli í dönsku úrvalsdeildinni.

Eggert Gunnþór Jónsson og samherjar hans í SønderjyskE gerðu markalaust jafntefli við Horens í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Eggert lék allan tímann á miðjunni hjá SønderjyskE.

Hefðbundnu leiktímabili í dönsku úrvalsdeildinni lauk fyrir tveimur vikum en öll liðin leika í umspili næstu vikurnar. Efstu sex liðin eru í umspili um meistaratitillinn á meðan neðstu átta leika í sitthvorum fall-umspilsriðlinum.

SønderjyskE er í riðli eitt í fall-umspilinu ásamt liðunum Horens, Aarhus og Vejle. Vendsyssel er í þriðja sæti í þeim riðli, með 29 stig, og á hættu að falla niður um deild.

Um næstu helgi fer Eggert í heimsókn til Kjartans Henrys Finnbogasonar og félaga hans í Vejle.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun