Fylgstu með okkur:

Fréttir

Eggert Gunnþór valinn í lið umferðarinnar í Danmörku

Eggert Gunnþór var valinn í úrvalslið 25. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar.

Eggert í leik með SønderjyskE. ÍV/Getty

Eggert Gunnþór Jónsson skoraði um helgina fyrir SønderjyskE þegar liðið vann 3-1 sigur á Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni.

Danska úrvalsdeildin valdi fyrr í dag lið 25. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar og Eggert Gunnþór er þar á miðjunni. Honum var gefið 8,7 í einkunn fyrir frammistöðu sína í leiknum.

Eggert var í annað skiptið í röð í byrjunarliðinu hjá SønderjyskE og lék allan leikinn. Þetta var einnig annar sigur félagsins í röð.

Aðeins einn leikur er eftir af hefðbundnu keppnistímabili í dönsku úrvalsdeildinni. Efstu sex liðin munu berjast um meistaratitilinn eftirsótta í umspilskeppni en neðstu átta fara einnig í umspil þar sem skorið verður úr hvaða lið falla niður um deild.

Það er ljóst að SønderjyskE verður í síðaranefnda umspilinu. Liðið er í 11. sæti, með 28 stig.

Eggert hefur leikið tuttugu leiki í dönsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og í þeim leikjum hefur hann skorað tvö mörk og lagt upp eitt.

Mynd: Twitter/@Superligaen

Mark hans í leiknum má sjá hér að neðan

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir