Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Eggert Gunnþór og fé­lag­ar ósigraðir

Eggert Gunnþór fagnaði sigri í kvöld með liði sínu í dönsku úrvalsdeildinni.

Eggert Gunnþór í baráttu um boltann í leiknum í kvöld. ÍV/Getty

Eggert Gunnþór Jónsson fagnaði sigri í kvöld með liði sínu í dönsku úrvalsdeildinni.

SønderjyskE, lið Eggerts Gunnþórs, er ósigrað eftir þrjá leiki í dönsku úrvalsdeildinni og vann góðan sigur í kvöld.

Eggert Gunnþór var í byrjunarliðinu og lék klukkutíma fyrir SønderjyskE sem lagði Lyngby á útivelli, 3-0. SønderjyskE er með 7 stig og situr nú í efsta sæti deildarinnar.

Sønd­erjyskE endaði í 11. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og fór í fallumspil þar sem liðið bjargaði sér frá falli. Eggert end­ur­nýjaði samn­ing sinn við Sønd­erjyskE fyrir tveimur mánuðum og er samn­ings­bund­inn fé­lag­inu til júlímánaðar 2020, með mögu­leika á eins árs fram­leng­ingu.

Ingvar Jónsson var ekki í leikmannahópi Viborg sem byrjaði keppnistímabilið í dönsku 1. deildinni vel með því að vinna auðveldan sigur á Roskilde, 3-0, í fyrstu umferð deildarinnar í kvöld.

Adam Örn Arnarson lék ekki með Gornik Zabrze í 1-0 sigri liðsins gegn Zaglebie í pólsku úrvalsdeildinni í kvöld. Adam Örn var fjarverandi vegna meiðsla en Gornik var að leika sinn annan deildarleik á tímabilinu.

Í Svíþjóð í kvöld voru þær Sif Atladóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir í byrjunarliði Kristianstad sem beið lægri hlut fyrir Vittsjo, 3-0, í sænsku úrvalsdeildinni. Sif og Svava Rós léku báðar allan leikinn.

Þá kom Andrea Thorisson inn á sem varamaður á 63. mínútu þegar lið hennar Linhamn Bunkeflo tapaði 3-1 fyrir Vaxjo í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun