Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Eggert Gunnþór lék í jafn­tefli

Eggert Gunnþór lék með SønderjyskE sem gerði 1-1 jafntefli við Hobro.

ÍV/Getty

Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði SønderjyskE sem gerði 1-1 jafntefli við Hobro í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Eggert Gunnþór spilaði allan leikinn fyrir SønderjyskE í dag en liðið komst yfir þegar leikmaður Hobro skoraði sjálfsmark á 41. mínútu. Ísak Óli Ólafsson sat allan tímann á varamannabekknum hjá SønderjyskE.

Það leit allt út fyr­ir að liðið myndi fagna sigri í dag en á 79. mínútu skoraði Pål Alexander Kirkevold jöfnunarmark fyrir Hobro. Í uppbótartímanum fékk SønderjyskE vítaspyrnu og á punktinn fór Mads Albæk en hann lét markvörð Hobro verja frá sér. Lokatölur urðu 1-1.

SønderjyskE er í 8. sæti deildarinnar með 12 stig eftir 10 umferðir.

Markvörðurinn Frederik Schram sat allan tímann á varamannabekk Lyngby þegar liðið sigraði Silkeborg, 3-2, í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Frederik er varamarkvörður Lyngby en hann er í láni frá SønderjyskE. Lyngby er í 10. sæti með 12 stig.

Ingvar sat þá einnig á varamannabekknum með liði sínu Viborg sem gerði 2-2 jafntefli við Næstved á útivelli í dönsku 1. deildinni. Viborg er á toppi deildarinnar með 19 stig eftir 10 leiki.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun