Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Eggert Gunnþór lék í góðum sigri

Eggert Gunnþór var í byrjunarliði SønderjyskE sem vann góðan sigur í dag.

ÍV/Getty

SønderjyskE lagði Horens, 0-1, að velli í umspili dönsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði SønderjyskE í leiknum en var tekinn af velli þegar hálftími var eftir af leiknum.

SønderjyskE skoraði af stuttu færi upp úr föstu leikatriði tíu mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma.

SønderjyskE leikur þessa stundina ásamt liðunum AGF frá Árósum, Horens og Vejle í riðli eitt í fall-umspili dönsku úrvalsdeilarinnar.

Aðeins ein umferð er eftir í riðlinum og neðstu tvö liðin þurfa í framhaldinu að spila leiki um laust sæti í deildinni. SønderjyskE er í 3 sætinu, aðeins einu stigi á eftir Horens, sem er í 2. sæti.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun