Fylgstu með okkur:

Fréttir

Eggert fram­lengdi samn­ing sinn

Eggert Gunnþór hef­ur fram­lengt samn­ing sinn við Sønd­erjyskE um eitt ár með mögu­leika á eins árs fram­leng­ingu.

Mynd/TV Syd

Eskfirðingurinn Eggert Gunnþór Jónsson hef­ur end­ur­nýjað samn­ing sinn við danska fé­lagið Sønd­erjyskE og er nú samn­ings­bund­inn fé­lag­inu til júlímánaðar 2020 með mögu­leika á eins árs fram­leng­ingu.

Eggert, sem er 30 ára, gekk í raðir SønderjyskE í janúar 2017 og hefur leikið 59 leiki með liðinu og í þeim leikjum skorað þrjú mörk og lagt upp önnur fimm.

Hans Jørgen Haysen, sem er yf­ir­maður íþrótta­mála hjá Sønd­erjyskE, var mjög ánægður að Eggert hafi framlengt samning sinn.

„Eggert er fyrst og fremst mikill Sønd­erjyske-maður sem stend­ur fyr­ir þau gildi sem við vilj­um leggja áherslu á. Hann er sannkallaður járnmaður sem getur lagt meira á sig en flestir aðrir. Þá hefur hann einnig sýnt að hann er ekki bara mikill baráttumaður,“ sagði Haysen við heimasíðu Sønd­erjyske.

„Hann er mikilvægur hlekkur í okk­ar leikstíl og á sinn þátt í okk­ar mörkum og fær­um. Hann tek­ur mörg góð hlaup og kem­ur miklu í verk þegar á að pressa í varnarleiknum. Hann fær oft hrós fyr­ir sitt mikla vinnu­fram­lag en hann er líka mik­il­væg­ur í mörg­um öðrum þátt­um,“ sagði Haysen.

Eggert lék áður á atvinnumannaferli sínum með liðunum Fleetwood Town, FC Vestsjælland, Belenenses, Charlton Athletic, Wolves og Hearts.

Eggert á að baki 21 A-landsleik fyrir Ísland.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir